Okkar svar við COVID-19

Sem ábyrgur ferðaskipuleggjandi fylgum við öllum ráðum landlæknis hvað varðar samkomutakmarkanir og leggjum mikla áherslu á þrif, persónulegt hreinlæti og smitvarnir á öllum starfsstöðum okkar. Við tökum þátt í verkefninu Hreint & Öruggt sem sett var af stað af Ferðamálastofu fyrir ferðaþjónustuaðila, en það er í forgangi hjá okkur að fara eftir ráðleggingum, reglum og smitvörnum til að tryggja að viðskiptavinir okkar finni til öryggis þegar þeir eru tilbúnir til að ferðast aftur.

isl1.jpg

Viðbrögð á Íslandi:

"Viðbrögð íslenskra stjórnvalda og markmið aðgerða vegna COVID-19 hafa frá upphafi verið skýr. Áhersla hefur verið lögð á að tryggja að nauðsynlegir innviðir landsins, og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið, sé í stakk búið til að takast á við álagið sem óhjákvæmilega myndast vegna sjúkdómsins hér á landi."

Samkomu takmarkanir:

“Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 150 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými.“

 

 

Síðast uppfært 8. júní 2021