Um Okkur

WWA_LOGO_BLUE.jpg

Hvalaskoðun Akureyri hóf starfssemi á vormánuðum 2016 og býður nú upp á heilsárs hvalaskoðun ásamt norðurljósasiglingum yfir vetrartímann. Á sumrin er boðið upp á klassíska hvalaskoðun á 200 manna tvíbytnu og einnig hvalaskoðun á hraðskreiðum 12 manna RIB bátum sem kemur þér hraðar að hvalamiðum og í meira návígi við þessar risavöxnu skepnur hafsins.

Í ferðum okkar má sjá fallega Eyjafjörðinn, en hann er lengsti og þrengsti fjörður á landinu, en hann er einungis 6-10 km. þar sem hann er þrengstur og dregur nær 60 km. í lengd. Fallegt landslag er við fjörðinn og er hann umkringdur fjöllum í allar áttir, þar með talið Súlur í botni fjarðarins sem nær tæplega 4 km. yfir sjávarmál. Áhugaverðir staðir á leiðinni á hvalamið eru sem dæmi Dagverðaeyri, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Hauganes, Árskógarsandur, Dalvík og náttúrulegi jarðhitafossinn úr Vaðalheiðargöngum sem rennur út í sjó.

Við siglum undir fánum Eldingar, Whale Safari, Ambassador og Hvalaskoðun Akureyri ehf.


Við fylgjum siðareglum IceWhale sem miða að ábyrgri hvalaskoðun en auk þess förum við eftir okkar eigin strangari viðmiðum. Við tökum einnig þátt í alþjóðlegu samstarfi um framtíð hvalaskoðunar og erum meðlimir í Hvalaskoðunarsamtökum Íslands.

ábyrg hvalaskoðun akureyri

mudeu.jpg

Við erum á móti hvalveiðum og biðlum til gesta okkar að gæða sér ekki á hvalkjöti fyrir forvitnissakir. Hér er listi yfir hvalvæna veitingastaði á Norðurlandinu.

Við berum mikla virðingu fyrir náttúruni og gerum hvað við getum til að minnka kolefnisspor okkar og sjáum til þess að starfsemi okkar hafi sem minnnst áhrif á dýralíf hafsins.